*

þriðjudagur, 21. september 2021
Fólk 24. júlí 2015 14:43

Þóra ráðin ritstjóri Kastljóssins

Þóra Arnórsdóttir tekur við af Sigmari Guðmundssyni sem ritstjóri Kastljóssins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þóra Arnórsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Kastljóss á Ríkisútvarpinu. Hún tekur við því starfi af Sigmari Guðmundssyni sem að eigin ósk fer í önnur störf hjá RÚV. Þetta kemur fram á fréttastofu RÚV.

Hún hefur um árabil starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður í Kastljósi auk þess sem hún var aðstoðarritstjóri þáttarins síðustu ár. Hún hefur leyst Sigmar af sem ritstjóri undanfarna mánuði.

Þátturinn verður á dagskrá að nýju eftir sumarfrí þann 24. ágúst næstkomandi.