*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 21. júní 2021 18:03

Þórarinn bætir við sig í Reitum

Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita, keypti í dag bréf í fasteignafélaginu fyrir tæplega 7 milljónir króna.

Ritstjórn
Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita.
Haraldur Guðjónsson

Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita, keypti í dag bréf í fasteignafélaginu fyrir tæplega 7 milljónir króna en viðskiptin fóru fram á genginu 69,6 krónur á hlut að því er framk kemur í innherjatilkynningu til kauphallarinnar. 

Eftir viðskiptin á Þórarinn bréf í Reitum sem metin eru á ríflega 21 milljón króna.

Bréf félagsins eru nú 0,5% lægri en þau voru um áramótin og standa í 69,6 krónum á hlut. Bréf Reita lækkuðu nokkuð í byrjun árs og fór verðið undir 60 krónur á hlut en hefur síðan þá hækkað á ný.