Félög í eigu fjárfestanna Þórarins Arnars Sævarssonar og Gunnars Sverris Harðarsonar, eigenda fasteignasölunnar RE/MAX á Íslandi, keyptu í dag hluti í Skeljungi fyrir ríflega 40 milljónir króna.  Kaupin áttu sér stað í þremur viðskiptum á genginu 8,34 til 8,5.

Þórarinn situr í stjórn Skeljungs. Eftir viðskiptin eiga félög honum tengd 183 milljón hluti í Skeljungi sem metnir eru á um 1,5 milljarða.

Félögin sem sögðu eru tengir Þórarni eru Loran ehf., Premier eignarhaldsfélag ehf., RPF ehf og REF ehf.