*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Innlent 10. júlí 2019 17:55

Þórarinn vildi halda vöxtum óbreyttum

Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur ítrekað vilja halda vöxtum hærri en aðrir nefndarmenn í peningastefnunefnd.

Ritstjórn
Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og einn nefndarmanna í peningastefnunefnd, með forláta bolla af frægum stýrivaxtahauki á fundi Seðlabankans.
Haraldur Guðjónsson

Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands var eini nefndarmaðurinn í peningastefnunefnd bankans sem kaus gegn tillögu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra um að lækka vexti í júnílok.

Viðskiptablaðið hefur reglulega birt fréttir uppúr fundargerðum Seðlabankans þar sem þetta kom fram og sagt frá klofningi í nefndinni þar sem einn nefndarmaður virðist oftsinnis vilja hækkun vaxta þegar aðrir hafi viljað óbreytta eða eins og nú óbreytta þegar aðrir vildu lækkun.

Hingað til hefur hins vegar ekki komið fram þar hvernig einstakir nefndarmenn hafi kosið, en þó mátti greina merki þess að Þórarinn hafði áhuga á að velta fyrir sér hvað Paul Volcker fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna myndi gera, en hann var þekktur fyrir að ná niður verðbólgu í landinu með haukfránni vaxtastefnu.

Hins vegar kom fram í ársskýrslu Seðlabankans hvernig nefndarmenn kusu og eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um uppúr árskýrslum bankans hefur Þórarinn einmitt ítrekað viljað hækka vexti meira.

Þórarinn virðist lengi hafa verið haukurinn í hópnum, en Gylfi Zoega var sagður dúfan í umfjöllun Viðskiptablaðsins upp úr greiningu Íslandsbanka um skiptar skoðanir í peningastefnunefndinni strax árið 2013.

Innlend eftirspurn enn meiri en gert ráð fyrir meðal röksemda

Í fundargerðinni nú kemur fram að helstu rökin sem nefndin ræddi um hvers vegna halda ætti vöxtunum óbreyttum væri sú að bæði verðbóla og verðbólguvæntingar væru enn yfir markmiði og verðbólguálag á skuldabréfamarkaði virtist hafa tekið að hækka á ný.

Jafnframt að meiri þróttur væri í innlendri eftirspurn en gert hafði verið ráð fyrir sem og enn væri ekki búið að ljúka gerð kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Hins vegar urðu þau rök ofan á að vísbendingar um samdrátturinn í þjóðarbúskapnum gæti orðið meiri og varað lengur en talið var í vor, verðbólguvæntingar væru að lækka og horfur á að verðbólgan myndi hjaðna í átt að markmið á árinu.