Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

„Ég ætla ekki að elda í dag,“ sagði Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi sem var önnum kafin á fundi þegar Viðskiptablaðið náði í hana: „Ég sit hér á fundi Hafnarstjórnar með 13 körlum og við konurnar erum þrjá. Ef ég fengi að ráða þá myndi ég vilja að fleiri konur kæmu að rekstri og stjórnun þeirra fyrirtækja sem Hafnarstjórn þjónustar. Það eru fyrirtæki eins og Eimskip og Samskip og HB Grandi og önnur útvegsfyrirtæki. Þar eigum við enn langt í land.

Bragi Valdimar Skúlason
Bragi Valdimar Skúlason
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)

„Ég ætla að taka mér langþráð frí frá konum í dag.“ Bragi Valdimar Skúlason baggalútur, auglýsinga- og kvennamaður.

Stígur Helgason
Stígur Helgason

"Ég held þennan dag alltaf hátíðlegan og þetta sinn ætla ég að gera það í kvöld með því að kveðja minn góða, fyrrverandi aðstoðarritstjóra, Steinunni Stefánsdóttur, sem við sjáum öll mikið eftir. Svo ætla ég jafnvel að skrifa um eitthvað mjúkt og sætt dýr í bland við allar hörðu og leiðinlegu kerfisfréttirnar, og halda á meðan áfram að láta mér óskaplega annt um konurnar í kringum mig. Og reyna að fara sem minnst í taugarnar á þeim." Stígur Helgason, blaðamaður á Fréttablaðinu.

Erla Hlynsdóttir
Erla Hlynsdóttir

„Ég var rétt áðan að panta borð á Borginni þar sem við ætlum að hittast nokkrar vinkonurnar til að fagna því að í dag kom út fyrsta eintak Fréttatímans þar sem ein okkar, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, situr í ritstjórastóli," segir Erla Hlynsdóttir fréttakona á Stöð 2. „Það er ekki bara töff að hún, konan, sé orðinn ritstjóri fréttablaðs sem aldeilis eru tíðindi hér á Íslandi, heldur vill svo skemmtilega til að fyrsta blaðið kemur út á þessum merka degi sem þó vonandi hættir einhvern tíman að vera þörf fyrir - baráttudegi kvenna."