Rúmlega 50% af skatttekjum fara til skólamála í Reykjavíkurborg en heildarskatttekjur nema 60-70 milljörðum. Þetta segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sem vill legga áherslu á skólamál í komandi borgarstjórnarkosningum.

Þorbjörg býður sig fram í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins ásamt þremur öðrum. Kosið verður þann 16. nóvember.

VB Sjónvarp mun á næstu dögum ræða við alla frambjóðendur sem berjast um oddvitasætið.