Við sameiningu Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs varð til fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins með yfir 18 þúsund virka sjóðfélaga og hreina eign sem nemur 310 milljörðum króna, eins og fram kom í frétt Viðskiptablaðsins frá í gær.

Nýr formaður sameinaðs sjóðs, sem ber heitið Birta lífeyrissjóður, er Þorbjörn Guðmundsson, sem verið hefur formaður sameinaða lífeyrissjóðsins og Anna Guðný Aradóttir, sem verið hefur formaður Stafa, verður varaformaður.

Í stjórn sameinaðs lífeyrissjóðs sitja nú að hálfu launafólks þau Gylfi Ingvarsson, Jakob Tryggvason, Unnur María Rafnsdóttir, Viðar Örn Traustason og formaðurinn Þorbjörn Guðmundsson.

Af hálfu atvinnurekenda situr varaformaðurinn Anna Guðný Aradóttir, Davíð Hafsteinsson, Guðrún Jónsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir og Jón Bjarni Gunnarsson.