*

þriðjudagur, 22. júní 2021
Fólk 1. júlí 2019 12:31

Þorbjörn hættir á Stöð 2

Þor­björn Þórðar­son hefur sagt upp hjá Stöð 2, eftir að hafa starfað þar sem frétta­maður í tíu ár.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þor­björn Þórðar­son hefur sagt upp hjá Stöð 2, eftir að hafa starfað þar sem frétta­maður í tíu ár. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins.

Hann fékk ný­verið mál­flutnings­réttindi fyrir héraðs­dómi og hefur störf í lög­mennsku í byrjun septem­ber.

„Þor­björn til­kynnti sam­starfs­fólki sínu þetta í morgun og segir í sam­tali við Frétta­blaðið að nú sé komið að kafla­skilum, sem leggist nokkuð vel í hann. Í tölvu­pósti sem Þórir Guð­munds­son, frétta­stjóri Stöðvar 2, sendi starfs­fólki segir að lög­fræðin hafi orðið frétta­mennskunni yfir­sterkari og að starfs­lokin séu í góðri sátt," segir í fréttinni.