*

laugardagur, 14. desember 2019
Fólk 16. júlí 2019 07:22

Þorbjörn og Halldór stofna LPR

Þorbjörn Þórðarson og Halldór Reynir Halldórsson hafa stofnað samlagsfélagið LPR lögmannsstofa.

Ritstjórn
Þorbjörn Þórðarson hefur stofnað LPR lögmannsstofu.
Haraldur Guðjónsson

Lögmennirnir Þorbjörn Þórðarson og Halldór Reynir Halldórsson hafa stofnað samlagsfélagið LPR lögmannsstofa. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Þorbjörn verður 99% eigandi að stofunni, en Halldór Reynir mun eiga 1%.

Þorbjörn hefur starfað undanfarin áratug sem fréttamaður hjá Stöð 2 og þar áður hjá Morgunblaðinu. Þorbjörn greindi nýlega frá því að hann væri að hætta á Stöð 2 og ætlaði að hella sér út í lögmennsku í september í kjölfar þess að hafa sótt sér málflutningsréttindi.

LPR lögmannsstofa er skráð til húsa í Lágmúla 7 en þar hefur Halldór Reynir rekið sína lögfræðiþjónustu hjá Lögvangi, sem er sameiginlegur vettvangur sjálfstætt starfandi lögmanna. Halldór Reynir hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður frá árinu 2016, samkvæmt upplýsingum vef Lögvangs, en hann mun halda áfram með eigin stofu. Áður starfaði Halldór Reynir meðal annars hjá Forum lögmönnum, Rétti lögmannsstofu og fjármálaráðuneytinu.