Í stað þess að greiða ofurlaun og bónusa ætti hagnaður fyrirtækja að renna í arð til hluthafa. Þetta er lykilpunktur í því að fá almenning til að fjárfesta í hlutabréf á ný.

Þetta sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fjárfestir og framkvæmdastjóri Pizza Hut, á fundi Viðskiptaráðs, Deloitte og Kauphallarinnar um virkan verðbréfamarkað sem nú stendur yfir í Turninum í Kópavogi.

Þórdís Lóa vísaði í erindi sínu til könnunar sem MMR var fyrir Viðskiptablaðið í nóvember í fyrra þar sem fram kemur að tæplega 90% landsmanna hafi lítinn áhuga á því a fjárfesta í hlutabréfamarkaði hér á landi. Þórdís Lóa sagði þetta vera slæm tíðindi fyrir hlutabréfamarkaðinn og sagðist halda að þetta hefði lítið breyst.

Þá sagði Þórdís Lóa að mikilvægt væri að auka hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja og að fyrirtæki þyrftu að hafa skýrari sýn en þau höfðu áður. Allt snerist þetta þó um að skapa traust á markaðnum sem þyrfti að byggja upp aftur.