*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Fólk 13. september 2017 12:08

Þórdís Lóa hætt hjá Gray Line

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur látið af störfum sem forstjóri Gray Line vegna sameiningar félagsins við Iceland Travel.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sem tók við sem forstjóri Gray Line fyrir rétt rúmu ári, er hætt störfum. Þetta staðfestir hún í samtali við Viðskiptablaðið. Sigurdór Sigurðsson, annar stofnanda fyrirtækisins og einn af eigendum þess hefur tekið við starfinu

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hefur félagið , sem er auk Sigurdórs í eigu Þóris Garðarssonar og Akurs fjárfestinga samþykkt að sameinast Iceland Travel, sem er að fullu í eigu Icelandair Group. Segir Þórdís Lóa að um sé að ræða eðlilegan hluta af því ferli eftir að sameiningin hafi komið upp og gerð í fullri sátt hennar og stjórnar.