Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur verið ráðin forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line á Íslandi.

Þórdís Lóa er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og býr jafnframt yfir langri stjórnunarreynslu í ferðaþjónustu, alþjóðasamskiptum og opinberri þjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Er hún meðal annars formaður stjórnar Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og situr hún einnig í stjórn Eldeyjar THL, ásamt því að sitja í stjórn fjölmiðilsins Hringbrautar.

Gray Line er ferðaþjónustufyrirtæki með 260 manns í starfi og velti fyrirtækið 3,5 milljörðum króna.