*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 14. apríl 2015 11:31

Þórdís Lóa stýrir sjónvarpsþætti

Þórdís Lóa mun stýra næstu þáttaseríu Spyr.is á umræðustöðunni Hringbraut.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur tekið að sér að stýra næstu þáttaseríu Spyr.is á umræðustöðinni Hringbraut. Spyr.is og Hringbraut eru nú þegar í samstarfi vegna þáttagerðar, en það eru þættirnir Neytendavaktin sem Rakel Garðarsdóttir þáttastýrir og sýndir eru á þriðjudagskvöldum kl.21.30. Þeir þættir eru byggðir upp á fyrirspurnum lesenda á Spyr.is.

Þátturinn sem Þórdís Lóa mun þáttastýra mun taka á ýmsum samfélagslegum málefnum, sem flest hver hafa mikinn snertiflöt við fólk og heimilin í landinu. Viðmælendur verða margir hverjir úr hópi sérfræðinga, enda málefni um til dæmis fangelsismál og dóma, líkn, erfðarmál, húsnæðismál og fleira sem tekið verður fyrir.

Þetta er frumraun Þórdísar Lóu í þáttagerð í sjónvarpi , en hún segir um verkefnið að hún ákvað að slá til þar sem henni fannst spennandi að taka þátt í uppbyggingu og stjórnun á efni sem snertir alla landsmenn. Hún mun í þáttunum fjalla um málefni sem snúa að mannfólkinu á einum eða öðrum tíma í lífskeðinu. Hún segir að sér finnist ekki síst spenanndi að vinna með efni sem fólkið í landinu hefur spurt um á Spyr.is og tengja það við nýja og skemmtilega viðbót í sjónvarpsflórunni sem Hringbraut er. Þar sé samsafn af reynsluboltum og nýju þáttagerðafólki á mismunandi aldri sem byggir á fjölbreytni og það sé alltaf skemmtilegt og áhugavert. 

Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Spyr.is segir um þáttagerðina að þau þurftu að finna aðila sem væri með þekkingu og reynslu til að ræða á málefnanlegum nótum um mjög ólík viðfangsefni. Fyrir 30 mínútna umræðuþætti, sem fyrst og fremst tengjast samfélaginu fremur en fréttum, sé ekki sjálfgefið að margir geti það. Þórdís Lóa hefur þá þekkingu og menntun sem þau voru að leita að, ekki síst sem menntaður félags- og fjölmiðlafræðingur með mikla reynslu af stjórnun opinberrar þjónustu ásamt því að hafa rekið sitt eigið fyrirtæki um árabil á alþjóðlegum markaði. Rakel segir fyrirspurnargáttin á Spyr.is hafa kennt þeim að fólk vill fá að ræða mun fleiri mál en það sem eingöngu kemur fram í fréttum, þau því ánægð með að geta farið lengra með umræðuna sem verið hafi á Spyr.is og viti að Þórdís Lóa mun sinna þessu verkefni af stakri prýði.

Þættirnir verða sýndir á Hringbraut á fimmtudagskvöldum kl.21.00. Sjónvarpsstöðin Hringbraut sendir út í háskerpu og er á rás 25 hjá Vodafone og rás 7 hjá Símanum. Stöðin nær til um 88% heimila í landinu.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is