Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, segist hafa það á tilfinningunni að margir vilji halda lögum um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Þetta sagði hún eftir fund hjá iðnaðarráðherra fyrr í dag þar sem fjallað var um þessi lög. Á fundinum komu saman stjórnendur úr atvinnulífinu og rökræddu kosti og galla laganna.

VB Sjónvarp ræddi við Þórdísi.