Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest, gefur ekki kost á sér áfram í stjórn stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Stjórn fyrirtækisins hefur fyrir næsta aðalfund félagsins í mars lagt til að núverandi stjórnarmenn verði endurkjörnir og að Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis, komi inn í stað Þórðar.

Eyrir Invest var á meðal helstu hluthafa Össurar um nokkurra ára skeið. Félagið átti rúman 10% hlut í félaginu en seldi hann seint í maí árið 2010.

Þeir sem tilnefndir eru til stjórnar eru eftirfarandi:

  • Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar
  • Kristján Tómas Ragnarsson
  • Arne Boye Nielsen
  • Svafa Grönfeldt
  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir