Þórður Gunnarsson hefur hafið störf hjá Júpiter rekstrarfélagi, en hann er fjórði starfsmaður félagsins. Meðal starfa Þórðar hjá Júpíter verða fjárfestatengsl auk greininga og rannsókna. Ráðningin er að sama skapi liður í því að efla upplýsingagjöf félagsins til viðskiptavina.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Þórður hefur lokið grunnnámi í hagfræði frá HÍ og leggi hann nú stund á hlutanám í orkuhagfræði á meistarastigi við BI Handelshoyskolen í Osló.

Áður en Þórður gekk til liðs við Júpíter starfaði hann um tveggja ára skeið á viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins, 2009-2011, og þar áður á Viðskiptablaðinu á árunum 2007-2008.