*

mánudagur, 25. október 2021
Fólk 17. september 2021 16:03

Þórey kveður Bláa lónið

Fjármálastjóri Bláa lónsins frá árinu 2013 hefur látið af störfum.

Ritstjórn

Þórey G. Guðmundsdóttir hefur látið af  störfum sem fjármálastjóri Bláa lónsins að því er Mbl greinir frá. Þórey hefur gengt starfinu frá árinu 2013.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, staðfesti starfslok Þóreyjar við Mbl.is en vildi ekki tjá sig nánar um málið.

Þórey kom til Bláa lónsins frá Samskipum á sínum tíma þar sem hún var yfirmaður hagdeildar Samskipa, en þar áður var hún forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi-Burðarási árin 2004-2011.