Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að Íbúðalánasjóður og Landsbankinn verði sameinaðir. „Eins og staðan er núna er sjóðurinn holræsi fyrir skattfé almennings. Þar lekur endalaust niður,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Morgunblaðið .

Guðlaugur segir að fjárlaganefnd standi frammi fyrir ósk um samtals 9 milljarða króna aukafjárveitingar til Íbúðalánasjóðs. Sú upphæð bætist við þá 40 milljarða sem ríkið hefur lagt sjóðnum til frá efnahagshruninu haustið 2008.

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur boðað til fundar í nefndinni til að ræða stöðu sjóðsins.