*

laugardagur, 28. nóvember 2020
Innlent 21. nóvember 2020 16:02

Þörf á endurskoðun eftirlitsgjalds

Fyrirhugaðar breytingar á álagningu eftirlitsgjalds lífeyrissjóða endurspegla almennt þann kostnað sem felst í beinu eftirliti.

Jóhann Óli Eiðsson
Haraldur Guðjónsson

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) telur að fyrirhugaðar breytingar á álagningu eftirlitsgjalds lífeyrissjóða endurspegli almennt þann kostnað sem felst í beinu eftirliti með hverjum sjóði fyrir sig. Þetta kemur fram í umsögn FME til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins.

Áður hafði nefndinni borist umsögn frá ellefu smærri lífeyrissjóðum þar sem á það var bent að fastagjöld væru 60% af téðu gjaldi en 40% breytileg eftir stærð sjóða. Það leiddi til dæmis til þess að smæsti sjóðurinn, Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands, greiddi 3,2 milljónir króna á ári en LSR, sem væri tæplega 150 sinnum stærri, greiddi aðeins tólf sinnum meira.

Þar var einnig fullyrt að löggjafinn hefði á undangengnum árum velt mörg hundruð milljóna kostnaði af sjóðsfélögum stærri sjóða á þá minni en FME telur það ekki standast. Aftur á móti sé óeðlilegt að minni lífeyrissjóðir greiði hlutfallslega meira en þeir stóru. „[T]ímabær áminning um þörf á endurskoðun,“ segir FME.