Fjárfesting í ferðaþjónustu hefur verið takmörkuð síðastliðin þrjú ár og þarf geirinn á að halda bæði innlendri og erlendri fjárfestingu að halda til að auka arðsemi greinarinnar til frambúðar. Þá er jafnframt þörf á uppbyggingu á fleiri markaðssvæðum til að auka fjölbreytni í afþreyingu og upplifun ferðamanna.

Þetta er á meðal þess sem fram komi á málþingi Landsbankans og Íslandsstöðu um fjárfestingar í ferðaþjónustu í vikunni. Um 300 manns sóttu málþingið.

Þá kom fram að mikill áhugi er bæði hér og utan landssteina að auka fjárfestingar í ferðaþjónustu.

Á málþinginu voru jafnframt kynntar niðurstöður nýrrar könnunar sem Capacent vann fyrir Landsbankans og Íslandsstofu um viðhorf forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja til fjárfestinga auk þess sem Hagfræðideild Landsbankans vann greiningu á stöðu ferðaþjónustunnar og kynnti helstu niðurstöður hennar. Meginniðurstöður skýrslunnar eru þær að útlit er fyrir að erlendum ferðamönnum muni halda áfram að fjölga hér á landi. Það sé þó háð þróun á erlendum mörkuðum.

Skýrslu Hagfræðideildar Landsbankans má lesa hér