*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Fólk 13. júlí 2021 13:25

Þorgeir ráðinn tæknistjóri Solid Clouds

Tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur ráðið Þorgeir Auðunn Karlsson sem tæknistjóra (CTO).

Ritstjórn
Þorgeir Auðunn Karlsson
Aðsend mynd

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur ráðið Þorgeir Auðunn Karlsson sem tæknistjóra (CTO). Undanfarin þrjú ár hefur Þorgeir farið fyrir tæknimálum við þróun á leiknum Starborne: Sovereign Space.

„Áhersla Solid Clouds hefur alltaf verið að búa til sterkan tæknigrunn til að auðvelda þróun við framtíðarverkefni. Þorgeir hefur verið og verður áfram mikilvægur í þeirri stefnu,“ segir í tilkynningu félagsins.

Áður en Þorgeir kom til Solid Clouds var hann tæknistjóri og meðstofnandi sprotafyrirtækisins Radiant Games. Þorgeir er með MS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Reykjavíkur árið 2018. Hann hefur einnig unnið við gervigreindarrannsóknir við Emory University.

Sjá einnig: Solid Clouds gefur út nýjan Starborne leik

Solid Clouds lauk á dögunum 725 milljóna króna hlutafjárútboði. Fjórföld eftirspurn var í útboðinu en rúmlega 2.700 fjárfestar tóku þátt. Hlutabréf félagsins voru tekin til viðskipta á First North markaðnum í gær.