Eftir kosningu í ráðgjafaráði Viðreisnar sem fram fór í kvöld hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra tekið við sem formaður flokksins.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrr í kvöld sat flokkurinn á rökstólunum um stöðu flokksins og Benedikts Jóhannessonar sem verið hefur formaður flokksins frá stofnun, en hann hefur verið gagnrýndur mikið innan flokksins fyrir að benda á að enginn muni lengur ástæðu stjórnarslitanna, og þurfti hann að biðjast afsökunar á ummælunum.

Benedikt mun áfram gefa kost á sér til framboðs fyrir flokkinn en Jóna Sólveig Einarsdóttir verður áfram varaformaður að því er fram kemur í frétt Vísis um málið.