Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti fund með bæjar- og sveitarstjórum á norðanverðum Vestfjörðum um uppbyggingu fiskeldis í Ísafjarðardjúpi, í morgun. Frá þessu er greint í frétt Ríkisútvarpsins .

Í áhættumati Hafrannsóknastofnunar er lagst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi þar sem áform eru um stórfellt eldi.

Haft er eftir Jóni Páli Hreinssyni, bæjarstjóra í Bolungarvík, í fréttinni að fundurinn hafi verið haldinn til upplýsingar þar sem sveitar- og bæjarstjórar komu sínum málum á framfæri. Hann segir að ráðherra vilji ekki tjá sig um störf nefndar sem er enn að störfum. Nefndin sem vinnur á vegum ráðherrans um stefnumótum í fiskeldi á að ljúka störfum um mánaðamótin.