„Samtök atvinnulífsins telja stærsta hluta rannsóknarsjóðakerfisins of niðurhólfaðan og stofnanamiðaðan. Kerfið stuðlar ekki að hámarksárangri þar sem besta hugmyndin verður ofan á hverju sinni.“ Þetta kemur fram í grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, forstöðumann mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins.

Þorgerður segir að stokka þurfi upp háskóla- og rannsóknarkerfinu. Ýmsilegt gott hafi verið gert en móta þurfi framtíðarsýn. VB Sjónvarp ræddi við Þorgerði.