Borgarlistamaðurinn og rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson keypti lénið IcelandicSecrets fyrir nokkrum árum og ætlar hann í sumar að bjóða erlendum ferðamönnum upp á ferðir um Snæfellsnesið. Þjónustuna kallar Þorgrímur „Morning 2 midnight“ og er um dagsferðir að ræða.

Rætt er við Þorgrím um ferðaþjónustuna í Skessuhorni, sem kom út í dag. Þar er bent á að Þorgrímur er heimamaður, frá Ólafsvík en alinn upp í Staðarsveit.

Þorgrímur segir í samtali við blaðið fara með ferðamennina á sínum eigin jeppa, fara á ólíka og fámenna staði og geti óvæntar uppákomur dúkkað úpp.

„Mig langar að bjóað útlendingum heim að borða, gefa þeim sem hafa áhuga á bókmenntum tækifæri til að ræða við íslenska rithöfunda, fara með þá í goflkennslu og svo framvegis. Ég tel að persónuleg upplifun og þjónusta sé það sem skiptir flesta mestu máli. Í sumar verð ég bara þessi „local guy“, einlægt, afslappað. Það er mikill kostur að vera heimamaður, með ólíka reynslu sem borgarlistamaður, rithöfundur og landsliðsmaður í knattpsyrnu. Ef ég sýni fjaðrirnar, geta skapast skemmtilegar umræður,“ segir hann.