Þórhallur Sverrisson hefur verið ráðinn forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar Íslandsbanka. Teymi gjaldeyrismiðlunar veitir fyrirtækjum, einstaklingum og fjárfestum þjónustu við almenn gjaldeyrisviðskipti, áhættuvarnir og stærri viðskipti á gjaldeyrismarkaði.

Í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka segir að: „Fram undan eru miklar áskoranir og breytingar á gjaldeyrismarkaði með auknu frelsi í fjármagnsflæði.“

Þórhallur er með B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands, er með löggildingu í verðbréfamiðlun og hefur starfað hjá bankanum frá árinu 2005, fyrst við uppgjör afleiðuviðskipta og svo sem gjaldeyrismiðlari frá árinu 2007.