Þorkel J. Pálsson, framkvæmdastjóri Austurbrúar ses., hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnunni. Austurbrú varð til við sameiningu fimm stoðstofnana á Austurlandi, Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands 

Þorkell tók til starfa í byrjun apríl síðastliðinn og hefur því einungis starfað hjá Austurbrú í rétt rúma þrjá mánuði en stofnunin tók formlega til starfa 1. júní síðastliðinn.. Hann hefur þegar lokið störfum.

Í tilkynningu frá Austurbrúa segir að það hafi verið sameiginlega niðurstaða stjórnar og framkvæmdastjóra að rétt sé að nýr stjórnandi myndi leiða stofnunina næstu skrefin. Stjórn og starfsfólk mun skipta með sér verkum og ábyrgð þangað til aftur hefur verið ráðið í starf framkvæmdastjóra.