*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Fólk 26. maí 2011 17:50

Þorkell Sigurlaugsson nýr formaður Framtakssjóðsins

Nýr stjórnarformaður FSÍ er Þorkell Sigurlaugsson. Hann tekur við starfinu af Ágústi Einarssyni.

Ritstjórn

Þorkell Sigurlaugsson tekur við starfi stjórnarformanns Framtakssjóðs Íslands (FSÍ). Aðalfundur sjóðsins var í dag, en eins og komið hefur fram gaf Ágúst Einarsson ekki kost á sér til stjórnarformennsku áfram. Þá settist Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar, nýr í stjórn.

„Þorkell er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hóf störf hjá Háskólanum í Reykjavík árið 2004 sem framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar og er nú framkvæmdastjóri fjármála og fasteignareksturs HR. Þorkell starfaði hjá Eimskip, lengst af sem framkvæmdastjóri og síðan sem framkvæmdastjóri hjá Burðarási, fjárfestingafélagi Eimskips til ársins 2004.  Þorkell hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja og hefur yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu auk þess sem hann hefur skrifað greinar og bækur um stjórnunarmál,“ segir í tilkynningu frá FSÍ.

Fram kom í máli Ágústs í dag að hagnaður FSÍ á fyrstu fjórum mánuðum ársins nam 1,9 milljörðum króna. Hagnaður síðasta árs nam 700 milljónum.

Heildareignir FSÍ í árslok 2010 námu 5,6 milljórðum og eigið fé var 4,9 milljarðar króna. Sjóðurinn er í eigu lífeyrissjóða auk Landsbanka Íslands og VÍS.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is