*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 3. mars 2015 18:08

Þorlákur yfir markaðsviðskiptum Straums

Þorlákur Runólfsson verður nýr yfirmaður markaðsviðskipta Straums. Ásgeir Baldursson og Jón Eggert Hallson líka ráðnir.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þorlákur Runólfsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Straums fjárfestingabanka, en þorlákur hefur starfað hjá Banque Havilland, sem áður hét Kaupþing í Lúxemborg, frá árinu 2009.

Einnig hefur verið gengið frá ráðningu þeirra Ásgeirs Baldurssonar og Jóns Eggerts Hallssonar, sem báðir hafa starfað hjá ráðgjafafyrirtækinu Expectus. Ásgeir mun starfa í fyrirtækjaráðgjöf Straums og Jón Eggert á markaðsviðskiptasviði bankans. Jakob Ásmundsson, forstjóri Straums staðfestir þetta í samtali við VB.is.

Töluvert hefur verið um mannabreytingar hjá Straumi upp á síðkastið. Haraldur I. Þórðarsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, hætti störfum í janúarlok ásamt Steingrími Arnari Finnsyni. Fyrir skömmu hættu tveir aðrir starfsmenn markaðsviðskipta, Þorbjörn Atli Sveinsson og Hannes Árdal. Þá hætti Páll Ragnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar bankans, störfum á svipuðum tíma og þeir Haraldur og Steingrímur hættu. Leó Hauksson tók við sem framkvæmdastjóri af honum. 

Ásgeir hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis í fjármálastarfsemi, tryggingastarfsemi, öryggisstarfsemi, flugrekstri og ferðaþjónustu. Hann var forstjóri VÍS á árunum 2005- 2006 og sat m.a. í stjórnum Icelandair Group, Frumherja og SPRON.

Jón Eggert starfaði í í verðbréfamiðlun Íslandsbanka með megináherslu á miðlun íslenskra ríkisskuldabréfa á árunum 2005-2009 og var framkvæmdastjóri og eigandi J Bond partners árin 2009 til 2013. Árið 2013 starfaði hann í fyrirtækjaráðgjöf MP banka.