Fjórir fyrrverandi starfsmenn auglýsingastofunnar Fíton hafa stofnað nýja stofu. Titringur er á auglýsingamarkaði vegna þessa þar sem um þungavigtarmenn er að ræða. Ragnar Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fítons, Braga Valdimar Skúlason textahöfund, og hönnuðina Hrafn Gunnarsson og Jón Ara Helgason.

Viðskiptavinir nýju auglýsingastofunnar, sem enn hefur ekki fengið nafn, eru Wow Air og Nýherji ásamt smærri aðilum.

Rúmlega þrjátíu starfsmenn eru eftir hjá Fítón.

Þormóður Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fíton en nú framkvæmdastjóri, var rétt fyrir áramót úrskurðaður gjaldþrota. Kröfur í búið námu 354 milljónum króna. Aðeins 446 þúsund krónur fengust upp í kröfur.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun .

Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Landsdómur hægir á Hæstarétti
  • Eigendur aflandskróna tvöfalda íbúðabréfaeign sína
  • Skatturinn enn á eftir fyrrum bankamönnum
  • Samanburður á kaupmætti fólks árið 1985 og 2011
  • Skuldsettum sveitarfélögum settar skorður
  • Jóhanna Sigurðardóttir og ráðherrakapallinn sem gekk upp
  • Myndir frá afhendingu viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins
  • Hver er þessi Oddný fjármálaráðherra?
  • Allt um forsetakosningar í gegnum árin
  • Finnur Sveinbjörnsson skrifar um fjármálaeftirlit
  • Fólk skiptir um starfsvettvang
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, Týr líka og Óðinn skrifar um Ólaf Ragnar, Icesave og Paul Krugman
  • Og margt margt fleira...