Jean-Claude Trichet, Seðlabankastjóri Evrópu, lætur af embætti í lok október og þegar er hafið mikið tog um arftaka hans.

Það skortir ekki vandamálin í fjármálaheiminum, ekki síst í Evrópu, þar sem ríkisskuldir og innra ójafnvægi þjakar lönd evrusvæðisins. Eitt úrlausnarefni er þó jafnan ótalið, en það er að finna þarf nyìjan seðlabankastjóra í Seðlabanka Evrópu, því embættistímabil Jean- Claude Trichet rennur út í október og reglum samkvæmt þarf að finna nyìjan mann í brúna, hvað sem líður öllum sjónarmiðum um að viðsjárvert kunni að vera að skipta um kaptein þegar óveðrið stendur sem hæst.

Þjóðernið skiptir máli

Tveir menn hafa öðrum fremur helst verið nefndir sem arftakar Trichet. Það eru þeir Mario Draghi, bankastjóri Ítalíubanka, og Axel Weber, bankastjóri Þyìska sambandsbankans.

Þeir þykja báðir yfirburðarmenn, hvor á sinn hátt, en samt er það nú svo að þeir hafa báðir sitt hvorn gallann, sem gerir þá nánast ótæka í starfið. Ósanngjarnt sem það er, geta þeir ekki með nokkru móti bætt úr þessum ágöllum, sem felast í þjóðerni þeirra.

Þjóðverjunum líst ekkert á að fá Ítala í embættið og það kynni að yìta undir háværar kröfur um að þeir yfirgefi evruna. Jaðarþjóðum evrusvæðisins þykir hins vegar sem hagsmuna Þjóðverja sé meira en nógsamlega gætt í höfuðstöðvum Seðlabanka Evrópu í Frankfurt nú þegar þó þar sé ekki Þyìskari við stjórnvölinn líka.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .