Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að hann geri ráð fyrir að skila tillögum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum innanlands. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag.

Enginn greindist með COVID-19 innanlands í gær og raunar hefur einungis einn greinst innanlands síðan á fimmtudaginn.

Von er á 13.800 skömmtum af bóluefni AztraZeneca í febrúarmánuði en ekki er búið að ákveða til hvaða hópa þess verði dreift.

Þá sagði Þórólfur von á 1.000 fleiri skömmtum frá Pfizer á viku en áður var gert ráð fyrir út marsmánuð. Hins vegar væri ekkert nýtt af frétta af viðræðum hans og Kára Stefánssonar við Pfizer um að bólusetja alla þjóðina með bóluefni Pfizer.