Til sölu er þorpið Aladdin í Wyoming fylki í Bandaríkjunum. Þorpið samanstendur af fimmtán bygg­ing­um, m.a. 118 ára gam­alli versl­un sem enn er í rekstri. Nú er það til sölu í heild sinni fyrir 1,5 millj­ón dala, eða um 173 millj­ón­ir króna.

Fram kemur í frétt Gill­ette News-Record að hjón­in Rick og Judy Brengle hafi keypt þenn­an smá­bæ fyr­ir 28 árum en vilji nú selja hann. Judy segir að maðurinn hennar hafi keypt þenn­an stað eftir að öll börnin þeirra voru flog­in úr hreiðrinu og Judy fann fyrir tómarúmi í lífi sínu.

Fimmtán manns búa í þorp­inu, en þar er engin sér­stök sveit­ar­stjórn sökum smæðar. Heildarstærð þorpsins eru 30 ekrur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þorp er til sölu í Wyom­ing. Í fyrra seld­ist smá­bær­inn Bu­ford, þar sem einungis einn maður bjó, fyr­ir 900.000 dali. eða um 103 milljónir króna.