Verkefni félagsins Thorsil um byggingu kísilmálmverksmiðju í Helguvík þokast nær formlegum framkvæmdum en áformað var. Nú er gert ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á þessu ári. Yfirstandandi er lokafrágangur á hönnum húsnæðisins og búið er að ganga frá vali á öllum helsta tækjabúnaði. Þess má geta að framleiðslugeta verksmiðjunnar verður hinn sami og samanlögð afköst þeirra tveggja annarra kísilmálmverksmiðja sem áætlanir eru uppi um að byggja, á Bakka við Húsavík og í Helguvík, að því er fram kemur í tilkynningu.

Forsvarsmenn Thorsil og Reykjaneshafnar undirrituðu í síðustu viku samning um 160 þúsund fermetra iðnaðarlóð í Helguvík í Reykjanesbæ, þar sem Thorsil áformar að reisa kísilmálmverksmiðju. Verksmiðjan mun framleiða um 54.000 tonn af kíslmálmi á ári og nota til þess 87 MW af raforku á klukkustund eða um 730 GWh á ári. Um 130 starfsmenn munu starfa hjá verksmiðjunni sem áætlað er að hefji framleiðslu í lok árs 2016.