Hákon Björnsson, forstjóri Thorsil fullyrðir að félagið hafi tryggt sér raforku fyrir kísilmálmverksmiðju í Helguvík. Vísir greindi frá þessu nú í morgun. Ekki er gefið upp hvert verðið er eða hver veitir þeim orkuna.

Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir Reykjanesbæ en í samtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar að tafir væru á greiðslum Thorsil til Reykjanesbæjar vegna þess að þeir hefðu ekki fengið „endanlegt go á raforkusamninga sem þeir er með.“

Reykjanesbær hefur verið í miklum fjárhagserfileikum undanfarið en Reykjaneshöfn gat ekki greitt af láni sem var á gjalddaga í gær. Kröfuhafar veittu í Reykjaneshöfn greiðslufrest í gær þangað til 30. nóvember nk.