*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 19. febrúar 2015 18:25

Thorsil gerir samninga við erlend framleiðslufyrirtæki

Thorsil hefur þegar gert samninga um afhendingu á um 85% af framleiðslu væntanlegs kísilvers í Helguvík.

Ritstjórn

Thorsil hefur þegar gert samninga um sölu á 85% af framleiðslu væntanlegrar kísilverksmiðju fyrirtækisins sem reisa á í Helguvík. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er annar samningurinn til átta ára og hinn til tíu ára og eru viðsemjendur tvö erlend framleiðslufyrirtæki. Fjárhæð samninganna nemur um 1,3 milljarði dala yfir samningstímann.

Eins of fram hefur komið áður er ársframleiðsla kísilmálms í verksmiðju Thorsil í Helguvík áætluð 54 þúsund tonn af kísilmálmi þegar náð verður fullum afköstum, auk 26 þúsund tonna af kísildufti.

Gert er ráð fyrir því að orkuþörf verksmiðjunnar verði um 87 megawött á klukkustund undir fullum afköstum.

Stikkorð: Helguvík Thorsil