Þorskverð gæti farið lækkandi á næsta ári samhliða 25% kvótaaukningu sem gefin hefur verið út i Barentshafi. Þetta kemur fram í Morgunpósti IFS greiningar en IFS gaf í gær út yfirlit yfir þróun afurðaverðs.

Í Morgunpósti IFS segir að n ýjasta skýrsla Alþjóða matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðuþjóðanna (FAO) geri ráð fyrir að fiskverð fari almennt hækkandi í aðdraganda jólanna en taki að síga á nýju ári.