*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 18. nóvember 2019 15:01

Þorstein Már úr stjórn Framherja

Þorsteinn Már Baldvinsson hefur sagt sig frá formennsku og stjórn Framherja í Færeyjum.

Ritstjórn
Þorsteinn Már Baldvinsson er einn aðaleigandi Samherja og fyrrum forstjóri félagsins.
Haraldur Guðjónsson

Færeyski fréttamiðilinn in.fo greinir frá því að Þorsteinn Már Baldvinsson, einn af eigendum og fyrrum forstjóri Samherja, hafi sagt sig úr stjórn útgerðarinnar Framherja í Færeyjum en Þorsteinn var formaður stjórnarinnar. 

Samherji á fjórðungshlut í Framherja sem er ein stærsta útgerð Færeyja og gerir út þrjá togara frá Fuglafirði. Samherji hefur verið hluti af Framherja frá stofnun þess árið 1994. Framherji fer með þriðjung fiskveiðikvóta Færeyinga í Barentshafi og stóran hluta af aflaheimildum í botnfiski í færeysku fiskveiðilögsögunni. 

Ástæðan fyrir brotthvarfi Þorsteins er samkvæmt færeyska miðlinum þær ásakanir sem komið hafa fram á hendur honum og Samherja um mútugreiðslur, skattaundanskot og peningaþvætti í íslenskum fjölmiðlum í síðustu viku.