*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 12. maí 2015 20:41

Þorsteinn fær 576 milljónir fyrir Refresco

Þorsteinn M. Jónsson hagnaðist verulega þegar drykkjavöruframleiðandinn Refresco-Gerber var skráður á markað.

Kári Finnsson
Birgir Ísl. Gunnarsson

Athafnamaðurinn Þorsteinn M. Jónsson hagnaðist um rúmar fjórar milljónir evra eða um 576 milljónir íslenskra króna þegar hlutur hans í drykkjavöruframleiðandanum Refresco-Gerber var boðinn út en félagið var skráð á hollensku kauphöllina 27. mars síðastliðinn.

Stærsti hluthafi drykkjavöruframleiðandans er eignarhaldsfélagið Ferskur Holding sem er í sameiginlegri eigu Stoða (áður FL Group), Kaupþings og félagsins EAB 1 sem er í eigu Arion banka og Lucilin Conceil sem er í eigu Þorsteins.

Í stjórn Refresco sitja tveir Íslendingar, þeir Hilmar Þór Kristinsson og Jón Sigurðsson en Þorsteinn sat áður í stjórn þess. 

Útboðsgengi við skráningu félagsins var 14,5 evrur á hlut en Ferskur Holding 23,41% af hlut sínum og hlaut um 241 milljón evra fyrir.

Þorsteinn var aðaleigandi Vífilfells, framleiðanda Coca Cola á Íslandi, og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis og stjórnarmaður í FL Group.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Ætla að framleiða kavíar á Reykjanesinu
 • Snörp skoðanaskipti voru á milli Heiðars Más og Ásgeirs Jónssonar á fundi um afnám hafta
 • Íslenskir fjárfestar í Matorku fá undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Þeir fá greiddan arð í erlendri mynt.
 • Innanríkisráðherra segir brýnt að einkavæða Íslandspóst
 • Bioeffect húðvörur ORF líftækni slá við Chanel No. 5
 • Björgólfur Jóhannsson segir  í ítarlegu viðtali að einhver fyrirtæki geta farið á hausinn út af 23,5% launatilboði SA
 • Forstjóri Össurar ætti milljarða ef hann hefði ekki neyðst til að selja hlutabréf
 • Leikari, prestar og fjármálastjóri fara saman í kvikmyndagerð
 • Svipmynd af Arnari Árnasyni, markaðsstjóra Bílabúðar Benna
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Ríkisútvarpið
 • Óðinn fjallar um kjaramál
 • Þá eru í blaðinu myndir, greinar, skoðanapistlar, fréttir af fólki og margt fleira