© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, greiðir hæst opinber gjöld á þessu ári samkvæmt álagningaskrá 2011 sem ríkisskattstjóri birti í dag. Þorsteinn greiðir tæplega 162 milljónir króna í opinber gjöld fyrir árið 2010. Af þeirri upphæð eru 114 milljónir í tryggingagjald. Næst kemur Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera, með tæplega 131 milljónir í opinber gjöld. Í þriðja sæti er Skúli Mogensen, aðaleigandi MP banka, en hann greiðir 11,5 milljónir króna.

Þar á eftir koma Guðbjörg M. Matthíasdóttir, úgerðgarkona í Vestmannaeyjum og stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, en hún greiddi um 98 milljónir í opinber gjöld. Guðbjörg var efst á lista fyrir ári síðan. Í fimmta sæti er Guðmundur Steinar Jónsson sem greiðir 91,7 milljónir króna og þá Sigurður Sigurgeirsson sem greiðir 85,6 milljónir. Í sjöunda sæti er Jóhannes Jónsson, fyrrum stjórnarformaður Haga, en hann greiðir rúmar 78 milljónir.

Meðal annarra á lista eru  Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar,  í 33.sæti, Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum forstjór Baugs,  í 35.sæti og Bjarni Ármannsson, fyrrum forstjóri Glitnis,  í 37.sæti og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslands, er í 42.sæti