Þorsteinn Ingason, lögmaður, hefur gengið í eigendahóp lögmannsstofunnar LMB Mandat og verður þar með fimmti meðeigandi stofunnar. Fyrir eru þau Eva B. Helgadóttir, Haraldur Flosi Tryggvason, Oddur Ástráðsson og Stefán Árni Auðólfsson eigendur stofunnar. LMB Mandat varð til við sameiningu lögmannsstofanna LMB og Mandat árið 2017 og hafa umsvif stofunnar aukist stöðugt frá sameiningu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögmannsstofunni.

Þorsteinn útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2017. Hann starfaði sem laganemi og fulltrúi á lögmannsstofunni BBA Legal frá 2014 til 2019 en hóf störf á LMB Mandat í febrúar 2019. Þorsteinn hefur fengist við fjölbreytt lögfræðiverkefni í störfum sínum en lagt áherslu á þjónustu við atvinnu- og nýsköpunarfyrirtæki á sviði félagaréttar, samningaréttar og fjármögnunar.