Þorsteinn G. Hilmarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar mun Þorsteinn starfa við þróun námskeiða með áherslu á stjórnun, fjármál, upplýsingatækni og verk- og tæknifræði.

Þorsteinn er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og BS í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Undanfarin ár hefur hann starfað sem markaðsstjóri hjá Securitas og Móbergi.