Þorsteinn Stefánsson hefur tekið við starfi forstöðumanns Viðskiptalausna á Fyrirtækjasviði Landsbankans. Hann færir sig um set innan bankans en Þorsteinn hefur verið forstöðumaður Fyrirtækjamiðstöðvar frá stofnun hennar árið 2014.

Þorsteinn lauk námi í vélaverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín árið 1996 og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

Þorsteinn hóf störf á Alþjóðasviði Landsbankans árið 2007. Síðar starfaði hann við endurskipulagningu fyrirtækja á Fyrirtækjasviði og var útibússtjóri í Grafarholti og Árbæ áður en hann tók við starfi forstöðumanns Fyrirtækjamiðstöðvar.