Fyrrverandi forstjóri Samherja ehf., hefur sagt af sér úr stjórnum fjölmargra félaga en eitt hefur verið lagt niður.

Þorsteinn Már Baldvinsson, sem stigið hefur tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja vegna rannsóknar á meintum mútugreiðslum í Namibíu, hefur sagt af sér sem stjórandni alls fjórtán sjávarútvegsfyrirtækjum í Bretlandi.

Fiskifréttir greina ítarlega frá málinu en eitt af félögunum sem eru listuð þar upp hefur jafnframt verið lagt niður. Fyrir viku síðan var Þorsteinn Már enn skráður virkur stjórnandi félaganna.