Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja var harðorður í garð lífeyrissjóða á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á fimmtudag. Myndbrotið hér að ofan er frá fundinum.

Hann sagði að alþjóðleg stórfyrirtæki í sjávarútvegi ættu öll sín vörumerki.  Íslendingar hefðu einnig átt gott vörumerki sem hefði verið Icelandic en það hafi verið selt.

Þorsteinn gagnrýndi lífeyrissjóðina fyrir söluna á vörumerkinu. Icelandic var eigu Framtakssjóðs Íslands, sem er í eigu lífeyrissjóðanna.

Í dag er Framtaksjóðurinn í eigu eftirtalinna félaga og lífeyrissjóða.

  • Landsbankinn (27,59%)
  • Lífeyrissjóður Verslunarmanna (19,91%)
  • Gildi lífeyrissjóður (10,39%)
  • Sameinaði lífeyrissjóðurinn (7,72%)
  • Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (7,36%)
  • Söfnunarsjóður lífeyrissréttinda (6,62%)
  • Stafir lífeyrissjóður (5,52%)
  • Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga (2,76%)
  • Festa lífeyrissjóður ( 2,76%)
  • Almenni lífeyrissjóðurinn (1,84%)
  • Lífeyrissjóður Vestmannaeyja (1,47%)
  • Lífeyrissjóður bankamanna (1,24%)
  • Lífeyrissjóður Vestfirðinga (1,10%)
  • Lífeyrissjóður verkfræðinga (1,10%)
  • Eftirlaunasjóður FÍA (0,77%)
  • Íslenski lífeyrissjóðurinn (0,68%)
  • Lífeyrissjóður Rangæinga (0,58%)
  • VÍS hf. (0,55%)
  • Framtakssjóður Íslands GP hf. (0,02%)