*

föstudagur, 29. maí 2020
Innlent 9. september 2013 11:15

Þorsteinn Már leitar frekari upplýsinga

Forstjóri Samherja hafði ekki hugmynd um að Seðlabankinn hefði fengið kæru um meint gjaldeyrissvik til baka.

Ritstjórn
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins Samherja.

„Við erum að fara yfir þetta og afla okkur frekari upplýsinga um þetta mál,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. 

DV greindi frá því í morgun að sérstakur saksóknari hefði vísað frá kæru Seðlabankans vegna meints brots Samherja á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Í fréttinni er ekki útilokað að Seðlabankinn geti endurskrifað kæruna og sent hana aftur til sérstaks saksóknara. 

„Mér var ekki kunnugt um þetta,“ segir Þorsteinn Már í samtali við VB.is. Þorsteinn Már er staddur erlendis en hann sagðist ætla að senda frá sér frekari yfirlýsingar í dag.  

Stikkorð: Samherji