„Við erum að fara yfir þetta og afla okkur frekari upplýsinga um þetta mál,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

DV greindi frá því í morgun að sérstakur saksóknari hefði vísað frá kæru Seðlabankans vegna meints brots Samherja á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Í fréttinni er ekki útilokað að Seðlabankinn geti endurskrifað kæruna og sent hana aftur til sérstaks saksóknara.

„Mér var ekki kunnugt um þetta,“ segir Þorsteinn Már í samtali við VB.is. Þorsteinn Már er staddur erlendis en hann sagðist ætla að senda frá sér frekari yfirlýsingar í dag.