„Samherji hf. hefur á undanförnum árum þróast í það að vera bæði eignarhaldsfélag og rekstrarfélag. Stjórn félagsins fannst því orðið nauðsynlegt að færa reksturinn á Íslandi í sér félag, til að skerpa á áherslum í rekstri samstæðunnar og stjórnun,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja við fyrirspurn Viðskiptablaðsins um skiptingaráætlun félagsins.

Þorsteinn Már segir að aðgerðin sé einnig til þess að auka sýnileika í rekstri og afkomu fyrirtækisins hér á landi. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag þá hefur stjórn Samherja samþykkt að setja sjávarútvegsrekstur fyrirtækisins hér á landi inn í í annað félag, félagið Samherji Ísland ehf. Þorsteinn Már segir að hluthafafundur félagsins muni taka endanlega ákvörðun um skiptinguna og að fundurinn verði haldinn í lok ágúst.