„Það kom margt rangt fram í þessum þætti. Þar var hallað mjög réttu máli,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, þegar Viðskiptablaðið innti hann eftir viðbrögðum við þeim upplýsingum sem komu fram í Kastljósi á þriðjudagskvöld. Þorsteinn segir að ekki sé verið að bera saman sambærileg verð.

„Það er ekki verið að bera saman epli og epli, og þá örugglega ekki tilgangurinn,“ segir hann. Innan Samherja er unnið að því að taka saman tölur um viðskipti félagsins.

Rannsókn á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja má rekja til umfjöllunar sem Kastljós vann að. Fréttamenn Kastljóss hafa að undanförnu skoðað málefni tengd útflutningi sjávarafurða. Í umfjöllun þáttarins kom fram að grunur leikur á að Samherji hafi brotið á ákvæðum gjaldeyrislaga með því að selja afla fyrir hundruð milljóna til dótturfélags síns erlendis á undirverði. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans átti frumkvæðið að húsleit í tveimur starfsstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri og hjá fyrirtæki sem hefur þjónustað það vegna málsins á þriðjudag.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samhejra, á Viðskiptaþingi þann 15.02.12
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samhejra, á Viðskiptaþingi þann 15.02.12
© BIG (VB MYND/BIG)
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ekki verið kallaður til skýrslutöku í kjölfar húsleitar í höfuðstöðvum Samherja. Hann segir félagið hafa farið að lögum í einu og öllu.