Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra og þingmaður Viðreisnar, segir það hafi verið mistök hjá Bjartri framtíð að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu.

“Það voru gríðarleg vonbrigði hvernig fór með þessa ríkisstjórn og eins og komið hefur á daginn þá var þetta aldrei tilefni til þess að sprengja stjórnarsamstarfið,” sagði Þorsteinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Fulltrúaráð Viðreisnar ályktaði 15. september, sama dag og Björt framtíð tilkynnti að flokkurinn hefði slitið ríkisstjórnarsamstarfinu að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ættu að stíga til hliðar á meðan rannsókn á embættisfærslum þeirra færi fram.

„Þegar rykið var falllið og búið var að fara í gegnum það eins og við kölluðum eftir var ekkert tilefni til þess að fara að sprengja stjórnarsamstarf og þar hefði Björt framtíð betur mátt bíða,” bætti Þorsteinn við í morgun.