Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og ráðherra, er hættur að skrifa reglulega helgarpistla sína um stjórnmál sem hafa birst lengi vel í Fréttablaðinu.

Fram kemur í Kjarnanum í dag að Þorsteinn hafi í dag sent yfirmönnum 365 tölvupóst og greint þeim frá ákvörðun sinni.

Hann segir ákvörðun sína tengjast fráhvarfi Ara Edwald sem forstjóra 365 og uppsögn Ólafs Stephensen, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, sem hann segir tengsl sín við blaðið hafa helst byggst á.

Með brotthvarfi þeirra hafi orðið vatnaskil. Á sama tíma segir Þorsteinn að með ákvörðun sinni sé hann ekki að taka afstöðu til nýrra yfirmanna á ritstjórn Fréttablaðsins og meti ósk um áframhaldandi skrif.